13086826_1021736841235238_1373509349476504800_o Í fyrsta sinn býður FC Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands upp á æfingabúðir sem eingöngu eru ætlaðar stúlkum.

Íslensk kvennaknattspyrna er kraftmikil og gæði hennar á heimsmælikvarða. Þess vegna horfir Barça nú til Íslands en atvinnumennska komst á með kvennaliði þeirra í fyrra og þar á bæ leggja menn nú mikla áherslu á kvennaboltann.

Það er sannarlega heiður að Barça, eitt öflugasta íþróttafélag heims, skuli velja Ísland til að bjóða eingöngu stúlkum, í fyrsta sinn, upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjálfarar frá Barça þjálfa þátttakendur eftir æfingakerfi Barcelona og miðla um leið þekkingu sinni til íslenskra þjálfara.

Æfingabúðirnar verða á Valsvellinum dagana 8.­13. júlí. Þeim lýkur með hófi þar sem varaforseti Barcelona, 13243734_1032818053460450_4700396902266244091_oCarles Vilarrubí i Carrió, mætir ásamt föruneyti sínu. Nánari upplýsingar um lokahófið verða veittar síðar.

Í haust er svo gert ráð fyrir að kvennalið FC Barcelona komi til Íslands og spili vináttuleik við úrvalslið úr Pepsi deildinni.

Skráning er hafin í æfingabúðirnar sem ætlaðar eru stúlkum á aldrinum 10-­16 ára. Reiknað er með að færri komist að en vilja og þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá stúlkurnar sínar sem fyrst.

Æfingatímar:
Stelpur fæddar 2005-2006 – kl: 09.00-11.00
Stelpur fæddar 2003-2004 – kl: 11.30-13.30
Stelpur fæddar 2000-2002 – kl: 15.00-17.00
*ATH æfingatímar geta breyst og verður það þá tilkynnt með góðum fyrirvara.

Þátttökugjald: 29.000 kr.

Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike æfingagalla og fótbolta.

Smellið hér til að ganga frá skráningu í æfingabúðir FC Barcelona á Íslandi

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter