Til þess að þú náir toppárangri, verður þú að vera meðvituð/aður um að þú ert sjálf/ur ábyrgur fyrir þínum eigin framförum og
Hér á eftir koma formsatriði til að árangur náist og þarft þú að setja þau í samhengi við þær þjálfunaraðferðir, hugarfar, mataræði, hvíld o.fl. sem þú hefur tileinkað þér hingað til og finna sjálf/ur hverju þú þarft að breyta og hvernig þú ferð að því. Gerðu þér og liðinu þínu mikinn greiða.ferli í íþróttinni.  Jafnframt ert þú mikilvægur hluti af því liði sem þú spilar með og hefur skyldum að gegna gagnvart félaginu, þjálfaranum og samherjum þínum.

SKOÐAÐU ÞETTA VEL:

Mataræði:

IMG_4695

 • Vertu meðvituð/aður um hvað þú borðar, leggðu þig fram við að borða hollan mat sem nýtist vel við erfiðar æfingar.  (morgunmaturinn er sá allra mikilvægasti).
 • Mikilvægt er að borða oft yfir daginn (5-6 sinnum, ekki verða svöng/-angur og ekki verða of södd/saddur.)
 • Borðaðu aldrei seinna en 2-3 tímum fyrir æfingu og veldu þá kolvetnisríka fæðu eins og gróft brauð, banana, pasta, appelsínur o.fl.
 • Eftir æfingu er mikilvægt að borða vel fyrstu klukkustundina eftir átök, þá eru vöðvarnir opnir og taka vel á móti því sem þú setur ofan í þig.  Því er mikilvægt að þessi máltíð sé rétt valin, prótein og kolvetni eiga að vera í fyrirrúmi.  Dæmi um fullkomna máltíð er:  fiskur, kartöflur, grænmeti og vatn.
 • Þú verður að huga vel að vökva allan daginn og allt árið um kring.  Líkaminn biður ekki um jafn mikið vatn og hann þarf í raun.  Vatn er að sjálfsögðu sá drykkur sem æskilegastur er, 8-10 glös á dag er gott magn.  Vertu ávallt með þinn eigin vatnsbrúsa á æfingu og drekktu lítið í einu en jafnt yfir æfinguna.   Hafðu brúsann nálægt þér svo þú þurfir ekki að eyða miklum tíma í vatnspásu.  Forðastu allan hvítan sykur í mat og drykk.
 • Ef æfingar ná yfir matartíma þá er mikilvægt að þú takir með þér smá nesti (t.d.ávexti) og borðar svo betur þegar þú kemur heim.

 

Ekki tapa niður árangri þjálfunarinnar sem þú eyðir svo miklum tíma í vegna lélegs mataræði

s eða heilsuspillandi lífernis.

 

Þú ert það sem þú lætur ofan í þig……

 

Hvíld og svefn:

 • Er mikilvægur hluti til að jafna sig eftir æfingu og leik.
 • Er mikilvægur hluti til að geta lagt sig 100% fram á æfingum og keppni
 • Þú þarft allavega 8 tíma svefn á sólarhring.
 • Í hvíldinni tekur líkaminn framförum og með því móti nærðu meira út úr sjálfri/sjálfum þér á æfingum og í leikjum.
 • Hvíld þýðir ekki endilega að þú sofir.  Það er einnig mikilvægt að hvíla sig með því að hlusta á rólega tónlist, slaka á í huganum og vöðvum líkamanns.

 

Undirbúningur fyrir æfingu og leik:

IMG_4604

 • Vertu tilbúin þegar æfingin byrjar (þ.e búin að reima skóna, slökkva á GSM símanum, fylla á vatnsbrúsann og ræða við samherja um það sem þú telur nauðsynlegt o.s.frv.)
 • Hafðu ávallt jákvætt hugarfar fyrir hverja einustu æfingu og hvern leik.  Ef svo er ekki átt þú að tilkynna forföll, þú smitar út frá þér í hópinn nákvæmlega á þann hátt sem þér líður hverju sinni, sýndu samherjunum virðingu og komdu fram á sama hátt og þú vilt að komið sé fram við þig.
 • Leggðu þig ávallt 100% fram.  Þú lærir af öðrum og aðrir læra af þér.  Ef þú ætlar að vinna þá er enginn betri en þú hverju sinni.
 • Settu þér markmið fyrir hverja einustu æfingu og leik, þannig nærðu árangri.

Hafðu markmiðið raunhæft og þannig að auðvelt sé að ná því.

Lestu ofantalin atriði eins oft og þú mögulega getur.

 

Á æfingum og í leik:

IMG_4573

 • Því meira sem þú leggur á þig á æfingu, því meira færð þú út úr henni og því meiri verða framfarirnar.  Næsti maður við hliðina á þ
 • ér finnur kraftinn úr þér og eflist við hann.
 • Hugsaðu jákvætt, vertu jákvæð/ur og hvetjandi við sjálfan þig jafnt og samherja þína.
 • Ekki svekkja þig á nokkrum hlut og aldrei skaltu skamma aðra.  Einbeittu þér að því að hvetja aðra, þú gerir þér sennilega ekki grein fyrir hvað hrós þitt skiptir miklu máli fyrir næsta leikmann við hliðina á þér.  Hrós er alltof sjaldgæft milli leikmanna.
 • Ekki vera hrædd/ur við frumkvæði eða að gera mistök, reyndu heldur að vera fljót/ur að leiðrétta mistökin og læra af þeim.  Við gerum öll mistök, þau eyðileggja ekkert nema sjálfan þig og aðeins látirðu það gerast.
 • Leggðu þitt af mörkum til að æfingin verði áhrifarík, gagnleg og umfram allt skemmtileg.  Hlustaðu og hlustaðu til að læra.  Þú mætir á æfingu til að æfa en ekki til að verða æfður.
 • Á æfingu sýnir þú getu þína og framfylgir henni í þeim leikjum sem þú færð tækifæri til að sýna hana.
 • Ekki vera hrædd/ur við að spyrja um það sem þér finnst óskýrt (ef það er óskýrt fyrir þér þá er það sennilega óskýrt fyrir einhverjum öðrum líka)
 • Ekki liggja á skoðunum þínum, komdu með uppbyggjandi gangrýni, en mundu að það er fyrst og síðast þjálfarinn sem tekur lokaákvörðun.

 

Skipulagning og áætlanagerð

 

 • Nauðsynleg til að koma í veg fyrir árekstra við skóla og önnur áhugamál
 • Til að nota tímann til fullnustu.
 • Til að vera stundvís.IMG_4522
 • Þú reynir að forðast frí frá æfingum vegna prófa með skipulagningu og gerir áætlun fram í tímann.
 • Þú lærir jafnt og þétt yfir veturinn og fylgist vel með í öllum tímum (þar lærir maður mest).
 • Þú mætir að sjálfsögðu í alla tíma í skólanum og ert vakandi í þeim.
 • Mikilvægt að skipuleggja tíma sinn vel.  Skólinn er framtíðin en það er samt mikilvægt að geta stundað hvoru tveggja (íþróttina og skólann) en það er aðeins mögulegt með góðri skipulagningu.

Séræfingar/aukaæfingar

 • Til þess að ná árangri þarf metnað, síðan þarft þú að sýna metnaðinn í verki.

Séræfingar eru nauðsynlegar til að ná toppárangri (þangað sem metnaður þinn stefnir vonandi að.

 • Frumkvæði skiptir miklu máli í hópíþrótt og því þarft þú að sýna frumkvæði og biðja sjálf/ur um séræfingu eða prógramm til séræfinga.
 • Sýndu viljann í verki og framkvæmdu hugsanirnar (út á við sér fólk það sem þú/við gerum en ekki það sem við hugsum) Hættu að hugsa um boltann og æfingar, farðu með bolta og æfðu þig!!!
 • Þú skalt vinna með veikleika þína, ekki falla í þá gryfju að æfa einungis það sem þú ert góð/ur í.
Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter