Enn eru nokkur stúlknapláss laus!

Mikil spenna ríkir nú fyrir knattspyrnuskóla FC Barcelona sem hefst um helgina á Hlíðarenda með opnunarathöfn í hádeginu þann 17. júní. Þá fá þátttakendur afhenta FCB æfingabúninga til eignar og skólinn verður formlega settur. Æfingar hefjast svo snemma að morgni 18. júní.

Öflugt þjálfarateymi frá FC Barcelona er á leiðinni til landsins, tilbúið að þjálfa þá mörg hundruð krakka sem skráðir eru til leiks. Undir þeirra stjórn verða einnig íslenskir þjálfarar sem lokið hafa þjálfaranámskeiði FCB.

Fyrri hluti knattspyrnuskólans er fyrir 10-16 ára drengi en sá síðari fyrir 10-16 ára stúlkur. Knattspyrnuakademía Íslands, samvinnuaðili FC Barcelona, tilkynnir hér með að enn eru laus pláss í stúlknahlutann og ekki of seint að sækja um. Það er gert með því að smella hér.

Opnunarathöfn fyrir stúlkur, ásamt búningaafheningu, verður 23. júní og æfingar hefjast daginn eftir. Allir þátttakendur fá einnig vandaðan fótbolta til eignar.

Knattspyrnuskólanum verður svo formlega slitið 28. júní með fallegri athöfn þar sem allir taka þátt og Maria Teixidor i Jufresa heiðrar okkur með nærveru sinni. Hún er eina konan í stjórn FC Barcelona sem vinnur hörðum höndum að eflingu kvennaknattspyrnu innan félagsins sem utan. Einnig verða tónlistaratriði og Barca TV verður einnig með í för.

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter