Fjórða árið í röð býður Futbol Club Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands upp á æfingabúðir hér á Íslandi fyrir börn á aldrinum 9-15 ára. Æfingabúðirnar verður á æfingasvæðinu við Kópavogsvöll 17.-21. júní eins og á síðasta ári, bæði fyrir pilta og stúlkur, sem þó munu æfa í sitt hvoru lagi. Æfingabúðunum lýkur með glæsilegu lokahófi eins og síðustu ár​. Nánari upplýsingar um lokahófið verða veittar síðar. Skráning í æfingabúðirnar er hafin og hægt er að smella hér til skrá leikmenn. Reiknað er með að færri komist að en vilja og þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst​.

Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike æfingasett og fótbolta og boðið er upp á systkinaafslátt.

Æfingatímar:
Leikmenn fæddir 2009-2010 kl: 9.00-11.00
Leikmenn fæddir 2007-2008 kl: 11.30-13.30
Leikmenn fæddir 2004-2006 kl: 14.30-16.30

Verð 38.500 kr. – 10% systkinaafsláttur.

Árið 2016 valdi​ FC Barcelona, eitt öflugasta íþróttafélag heims, Ísland til að bjóða í fyrsta sinn eingöngu stúlkum upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjá​lfarar félagsins þjálfuðu þátttakendur eftir hinu fræga æfingakerfi ​Barça ​og miðluðu um leið þekkingu sinni til íslenskra þjálfara.

Ári síðar ákvað FC Barcelona, í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands, að bjóða einnig upp á æfingar fyrir íslenska pilta á sama aldri. Gerður var góður rómur að fótboltaskólanum og bæði þátttakendur og foreldrar þeirra lýstu yfir mikilli ánægju.

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter