Í ljósi aðstæðna höfum við þurft að breyta skipulagi fyrir FC Barcelona fótboltaskólann 2020. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skólanum líkt og síðustu ár þrátt fyrir að umhverfi okkar sé töluvert frábrugðið því sem við eigum að venjast. Nýtt skipulag er unnið í góðu samstarfi við stjórnvöld.

Aðgerðir vegna Barcelona þjálfara:

 • FCB-þjálfarar fóru í skimun á Spáni 3. ágúst.
 • FCB-þjálfarar koma til landsins 5. ágúst – fara í skimun við landamæri.
 • FCB-þjálfarar fara í þriðju skimunina áður en námskeiðið hefst.

Búningaafhending 9. Ágúst
Líkt og undanfarin ár verðum við með FCB búninga- og boltaafhendingu sunnudaginn áður en námskeiðið hefst formlega. Hún verður þó með öðru sniði í ár, þar sem við munum afhenda búningana í sex hollum til að koma í veg fyrir hópamyndun.
Nýtt skipulag er unnið í góðu samstarfi við stjórnvöld.

 • Við verðum með spritt aðgengilegt fyrir alla.
 • Fólk er hvatt til að virða 2 m regluna.
 • Eingöngu einn frá hverjum þátttakanda kemur inn að sækja búninginn.
 • Starfsmenn okkar verða með grímur og í hönskum.

Afhending búninga fer fram í stúkunni við Kópavogsvöll

Kl: 10-11 Leikmenn fæddir 2011
kl: 11-12 Leikmenn fæddir 2010
kl: 12-13 Strákar fæddir 2009
kl: 13-14 Stelpur fæddar 2009
Kl: 14-15 Leikmenn fæddir 2008
kl: 15-16 Leikmenn fæddir 2005-2007

Námskeið 10. – 14. Ágúst

Foreldrar og mæting á æfingar

 • Sökum Covid 19 er foreldrum óheimilt að horfa á æfingar á námskeiðinu.
 • Leikmenn mæta á æfingar á tveimur mismunandi stöðum og þar mun vera merkt nafn á þeim 10-14 manna hópi sem þeir tilheyra. Gott bil mun verða á milli hópanna.
  • d. leikmaður sem er í Messi hóp mætir þar sem Messi hópurinn er staðsettur.
  • Hópaskipting verður send út áður en námskeiðið hefst.
  • Foreldrar verða hvattir til að skila börnum af sér á bílastæði og koma ekki með þeim inn á æfingasvæðið nema brýna nauðsyn beri til.
  • Þjálfarar og starfsmenn okkar hjálpa leikmönnum að finna sinn hóp ef þátttakendur verða í vandræðum að finna þann hóp sem þeir tilheyra.
 • Æfingavöllum er skipt niður í minni velli og munu 10-14 leikmenn æfa á hverju svæði.
 • Leikmenn eru hvattir til að mæta með sinn eigin vatnsbrúsa á æfingar og með vettlinga eða hanska.

Æfingatímar
kl: 9-11(mæting 8.45) = 9-10 ára
kl: 11.30-13.30(mæting 11.15) = 11-12 ára
kl: 14.30-16.30(mæting 14.15) = Blandaður hópur 9-15 ára

Lokaathöfn
Undanfarin ár höfum við verið með lokaathöfn við skólaslit en í ljósi aðstæðna getum við ekki haldið hana þetta árið.

Ef þörf er á frekari upplýsingum, hvetjum við ykkur til að senda okkur póst á kai@knattspyrnuakademian.is

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter