Núna er loksins að koma að FC Barcelona fótboltaskólanum 2020. Eins og við höfum áður greint frá, þá þurfum við að breyta fyrirkomulaginu sökum Covid 19 og þ.a.l. verður uppsetning á námskeiðinu aðeins frábrugðin fyrri ára. Nýtt skipulag er unnið í góðu samstarfi við stjórnvöld.

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn lesi vel yfir þessa færslu og fari eftir neðan greindum fyrirmælum svo námskeiðið gangi hnökralaust og krakkarnir fái að njóta sín.

Æfingavikan í FC Barcelona fótboltaskólanum

Allir þjálfarar verða hitamældir fyrir æfingar og munu vera með grímur á æfingum.

Foreldrar og mæting á æfingar

  • Sökum Covid 19 er foreldrum óheimilt að horfa á æfingar á námskeiðinu.
    • Foreldrar verða hvattir til að skila börnum af sér á bílastæði og koma ekki með þeim inn á æfingasvæðið nema brýna nauðsyn beri til.

Foreldrar leikmanna í eftirfarandi hópum skilja sína leikmenn eftir á bílastæðinu við Kópavogsvöll: Semedo, Suarez, Umtiti, Ter Stegen, Pique, Rakitic og S. Roberto

Foreldrar leikmanna í eftirfarandi hópum skilja sína leikmenn eftir á bílastæðinu bakvið Fífuna: Alba, Busquets, F.D. Jong, Dembélé, Messi, Griezmann, Lenglet, A. Fati.

 

Æfingar

Ekki verður hægt að bjóða uppá búningsklefa vegna Covid 19 og mæta leikmenn beint út á þann völl sem þeirra hópur mun æfa á. Hópar og æfingavellir bera nöfn leikmanna FC Barcelona og verða æfingavellir merktir leikmönnum, t.d. mæta leikmenn í Messi hóp á þann völl sem hefur verið merktur svona:

Starfsmenn og þjálfarar FCB munu aðstoða leikmenn að finna sinn æfingavöll.

Æfingatímar og leikmannahópar(smellið á linkin hér að neðan til að skoða þinn æfingahóp)

Leikmenn sem æfa kl. 9:00-11:00 (mæting kl. 8:45 á sinn völl)

Leikmenn sem æfa kl. 11:30-13:30 (mæting kl. 11:45 á sinn völl)

Leikmenn sem æfa kl. 14:30-15:30 (mæting kl. 14:15 á sinn völl)

Uppsetning á æfingavöllum

Mikilvægt er að leikmenn verði mættir á sinn völl 15 mínútum áður en æfing hefst, með vatnsbrúsa, boltann,  í æfingasettinu og með vettlinga eða hanska.

Ef þörf er á frekari upplýsingum, sendið okkur þá endilega póst á kai@knattspyrnuakademian.is

 

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter