Í ljósi aðstæðna hefur verið tekin ákvörðun um að fresta Barcelona æfingabúðunum sem áttu að fara fram á Íslandi í júní. Þetta reyndist nauðsynlegt vegna m.a. ferðatakmarkana sem og ástandsins á Spáni, en þaðan koma þjálfarar námskeiðsins.  En það gleður okkur að tilkynna að hægt er að færa æfingabúðirnar fram í ágúst og hlökkum við mikið til að sjá okkar flottu þátttakendur þá.

Æfingabúðirnar FC Barcelona 2020
Dagsetning: 10.-14. ágúst.
Staðsetning: Æfingasvæðið við Kópavogsvöll

Það er von okkar að ástandið verði orðið betra í ágúst og við getum haldið æfingabúðirnar en að sjálfsögðu er það háð því að samkomubanni verði enn aflétt og að flugsamgöngur hafi komist á að nýju.

Þeir sem hafa þegar skráð börn í æfingabúðirnar halda sæti sínu í ágúst.

Þeir sem óska eftir að afskrá þátttakanda vegna frestunar geta óskað eftir því og fengið endurgreiðslu en þá þarf beiðni um afskráningu að berast fyrir 20. maí.

Uppselt er í æfingarbúðirnar og langir biðlistar eru í hópa og munum við hafa samband við þá sem eru á biðlista ef forföll verða.

Hvernig fer afskráning fram:
Sendið tölvupóst á kai@knattspyrnuakademian.is með neðangreindum upplýsingum:
Nafn leikmanns
Nafn reikningseiganda
Kt. Reikningseiganda
Bankareikningur

Fótboltakveðja,
FC Barcelona og Knattspyrnuakademía Íslands

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter