Til að tryggja það að við getum haldið 2 metra reglunni sem best höfum við fært búningaafhendinguna í Fífuna, gengið verður inn um stóru hurðina á gafli hússins og farið út um aðra hurð.

FCB búninga- og boltaafhendingin fer fram í sex hollum til að koma í veg fyrir hópamyndun. Þeir sem komast ekki á neðan greindum tíma eru hvattir til að fá einhvern til að sækja búninginn fyrir sig.
• Við verðum með spritt aðgengilegt fyrir alla.
• Fólk er hvatt til að virða 2 m regluna.
• Eingöngu einn frá hverjum þátttakanda kemur inn að sækja búninginn.
• Starfsmenn okkar verða með grímur og í hönskum.

Tímasetningar á búningaafhendingu:
Kl: 10-11 Leikmenn fæddir 2011
kl: 11-12 Leikmenn fæddir 2010
kl: 12-13 Strákar fæddir 2009
kl: 13-14 Stelpur fæddar 2009
Kl: 14-15 Leikmenn fæddir 2008
kl: 15-16 Leikmenn fæddir 2005-2007

Mikilvægt er að passa vel upp á sinn bolta á meðan námskeiðið stendur og mæta með hann á allar æfingar. Eins er mikilvægt að iðkendur mæti í Barcelona æfingafatnaðinum á allar æfingar(leyfilegt er að vera í peysum eða buxum innanundir æfingafatnaðinum en ekki utan yfir).

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter