Afhending búninga og bolta – 16. júní kl: 13-15 í stúkunni á Kópavogsvelli

Sunnudaginn 16. júní verður búninga og bolta afhending kl: 13.00-15.00 og hvetjum við fólk til að vera tímanlega, þar sem uppselt er á námskeiðið og fá allir þátttakendur búningana og boltana sína þarna.

Mikilvægt er að passa vel upp á sinn bolta á meðan námskeiðið stendur og mæta með hann á allar æfingar. Eins er miklvægt að iðkendur mæti í Barcelona æfingafatnaðinum á allar æfingar(leyfilegt er að vera í peysum eða buxum innanundir æfingafatnaðinum en ekki utanyfir).

Æfingatímar

Æfingarnar fara fram 17. – 21. júní á æfingasvæði Breiðabliks við Kópavogsvöll.

Leikmenn fæddir 2009-2010 kl: 9.00-11.00 (tilbúnir á sínu svæði kl: 8.45)
Leikmenn fæddir 2007-2008 kl: 11.30-13.30 (tilbúnir á sínu svæði kl: 11.15)
Leikmenn fæddir 2004-2006 kl: 14.30-16.30 (tilbúnir á sínu svæði kl: 14.15)
Aukahópur – Leikmenn fæddir 2009-2010 kl: 14.30-16.30 (tilbúnir á sínu svæði kl: 14.15)

Leikmenn mæta í bakvið stúkuna við Kópavogsvöll. Við munum senda út hópaskiptingu áður en námskeiðið hefst og munu hóparnir bera nöfn leikmanna FC Barcelona(t.d. Messi hópurinn). Bakvið stúkuna verða svæði merkt leikmönnum FC Barcelona og mæta iðkendur á það svæði sem er merkt þeirra leikmanni(t.d. þeir sem eru í Messi hóp mæta á það svæði sem er merkt Messi). Iðkendur munu svo fara með sínum þjálfurum út á völl.

Sjúkraþjálfari verður á öllum æfingum til að hægt sé að bregðast sem faglegast við ef leikmenn meiðast.

Ef þörf er á frekari upplýsingum, sendið okkur þá endilega póst á kai@knattspyrnuakademian.is

Hafðu samband

Endilega sendu okkur línu, við svörum eins fljótt og hægt er.

Not readable? Change text.

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter